Hugvísindaþing 2018
Fötlun fyrir tíma fötlunar- Hanna Björg Sigurjónsdóttir og James Gordon Rice
The silence of the limbs- Anna Katharina Heineger
In the course of many of the fights, duels and skirmishes that are depicted in the Íslendingasögur, many saga figures experience serious physical traumata such as deep flesh wounds or even chopped off limbs. Interestingly, however, it seems that these incidents are considered collateral damages, which are not thematised or revisited later on. The presentation’s title – the silence of the limbs – thus points to the fact that the sagas keep silent about the process of healing and recuperation as well as living with a missing limb. For a modern audience this observation is puzzling to the extent that in our modern world, physical impairments immediately trigger empathy and are repeatedly thematised. It thus remains to be pondered what relationship the saga world had towards physical harm and what importance was attributed to an (un-)blemished body.
Hin fræknu fötluðu- Haraldur Þór Hammer Haraldsson
Drengurinn var skýr og gerðist síðar guðfræðingur og kennari- Eva Þórdís Ebenezardóttir
Efnistöku þjóðfræðinnar í DbD eru meðal annars spurningarskrár þjóðháttasafnsins. Í þessu stutta erindi verður sjónum beint að skránni Barnið; fæðing og fyrsta ár og dregin fram meðgönguhjátrú sem þar er að finna og segir af tengslum sela og verðandi mæðra. Samkvæmt trúnni geta slík tengsl haft mótandi áhrif á líkama barnsins sem er á leiðinni. Slíkur líkami markaður af selnum getur svo mótað líf barnsins og fjölskyldu þess í formi frásagna af annarskonar líkömum. Áhrif selsins eru sannarlega mikil og frásagnirnar og dæmin kröftug. Slík dæmi um magnaða meðgönguhjátrú tengda selnum eru ekki mörg en geta þó gefið vísbendingar um viðhorf og skilning fólks á annarskonar líkömum og lífi þeirra sem þá eiga.
Óp þagnarinnar: fjarvistir fötlunar í skráningum safna- Arndís Bergsdóttir
Þessi örfyrirlestur fæst við fjarveru frásagna á menningarminjasöfnum. Sér í lagi frásagna sem varða fatlað fólk. Hann veltir upp þeim möguleikum sem felast í kenningarömmum ný efnishyggju (new materialism) og pósthúmanisma (post humanism) til að takast á við fjarveru sem efnislegt samspil margvíslegra þátta – sem kalli á virðingu og ábyrgð. Þrátt fyrir margþætt og flókin hlutverk safna hefur síðustu áratugi verið litið á söfn sem almannarými þar sem mismunandi samfélagshópar eigi að hafa jafnan þátt í frásögnum og framsetningum á menningarminjum. Yfirlit rannsókna gefur, hinsvegar, til kynna að slíku jafnræði í sköpun sameiginlegra endurminninga sé ábótavant: frásagnir safna hverfist um ráðandi samfélagshópa á meðan aðrir hópar eru jaðarsettir. Fatlað fólk hefur jafnan verið yst á jaðrinum í frásögnum safna og þögn virðist ríkja um þátttöku þeirra í frásögnum af samfélögum og þjóðum (Sandell, Dodd og Garland-Thomson, 2010). Slíkar frásagnir endurspeglast í sýningum safna en mótast í safnastarfi. Hér verður hugleitt hvernig nýta megi hugmyndir ný-efnishyggju og pósthúmanisma til að nálgast fjarveru fatlaðs fólks í ljósi söfnunar og skráningar safngripa í tímans rás. Og í því ljósi, hvernig nálgast megi efni og orðræðu, líkama, menningu, tíma, rúm, veru og fjarveru sem samtvinnaðan veruleika – sem feli í sér gerendamátt, varnarleysi, ábyrgð og endalausa möguleika.
Verkefnið Fötlun fyrir tíma fötlunar er hýst af Rannsóknasetri í fötlunarfræði við Háskóla Íslands.
Háskóli Íslands | Sæmundargötu 2 | 101 Reykjavík | Netfang: hbs@hi.is
Öndvegisverkefnið var styrkt af Rannsóknasjóði nr. 173655-051