Öndvegisverkefnið Fötlun fyrir tíma fötlunar (e. Disability before disability, DbD) er þverfræðilegt rannsóknarverkefni sem var unnið í samstarfi fræðafólks úr fötlunarfræðum, miðalda bókmenntum, fornleifafræði, sagnfræði, þjóðfræði, safnafræði og upplýsingafræði á tímabilinu 2017-2020. Rannsóknin var unnin út frá sjónarhorni fötlunarfræða en undirstaða þeirrar fræðigreinar er gagnrýnin nálgun á öll málefni er tengjast fötluðu fólki í fortíð og samtíð.  

Meginmarkmið verkefnisins var að afla upplýsinga um líf og aðstæður fatlaðs fólks í Íslandssögunni frá landnámi allt til þess tíma að fyrstu lög sem varða fatlað fólk voru sett á Alþingi. Til að nálgast þessar upplýsingar, sem sannarlega liggja ekki á yfirborðinu, var gripið til þess ráðs að tvinna saman aðferðfræði ólíkra fræðigreina og sækja upplýsingar í íslensk miðaldarit, opinber gögn um einstaklinga fyrri tíma, sjálfsævisögur, þjóðsögur, safngripi sem og fornleifafræðileg gögn.

Verkefnið hefur verið kynnt víða bæði á innlendum og erlendum vettvöngum og í fjölda greina og bókakafla. Tveir meistaranemar hafa lokið ritgerðum sínum og þrjár doktorsritgerðir eru langt komnar. Helstu niðurstöðum verkefnisins hafa verið gerð skil í bókinni „Understanding Disability Throughout History: Interdisciplinary perspectives in Iceland from Settlement to 1936“ sem gefin var út af bókaforlaginu Routledge árið 2022.

Verkefnisstjórn DbD

Image
 • Dr. Hanna Björg Sigurjónsdóttir

  Prófessor í fötlunarfræðum leiddi verkefnið sem ábyrgðarmaður rannsóknarinnar og yfirverkefnisstjóri.

 • Dr. Sigurður Gylfi Magnússon

  Prófessor í sagnfræði. Þráðarstjóri 1. sagnfræði

 • Dr. Steinunn Kristjánsdóttir

  Prófessor í fornleifafræði. Þráðarstjóri 2. fornleifafræði

 • Dr. Jóhanna Gunnlaugsdóttir

  Prófessor í upplýsingafræði. Sérfræðingur og þverfræðilegur stuðningur

 • Dr. Ármann Jakobsson

  Prófessor í íslenskum bókmenntum miðalda. Þráðarstjóri 3. miðaldabókmenntir

 • Dr. Ólafur Rastrick

  Prófessor í þjóðfræði. Þráðarstjóri 4. þjóðfræði

 • Dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson

  Prófessor í safnafræði. Þráðarstjóri 5. safnafræði

 • Dr. James Gordon Rice

  Dósent í mannfræði. Þverfræðilegur stuðuningur

lógó Háskóla Íslands
Image
Image
Logo Bogarskjalasafns
Image
Image
logo rannsóknarseturs í fötlunarfræðum
Image
Logo Landsbókasafn

Verkefnið Fötlun fyrir tíma fötlunar er hýst af Rannsóknarsetri í fötlunarfræði við Háskóla Íslands.
Háskóli Íslands | Sæmundargötu 2 | 101 Reykjavík | Netfang: hbs@hi.is

Rannsóknarverkefni styrkt af Rannsóknasjóði nr. 173655-051