Hanna Björg Sigurjónsdóttir

Prófessor í fötlunarfræðum, upphafsmaður verkefnisins og aðalrannsakandi

Dr. Hanna Björg er aðstoðarforstöðumaður Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands og formaður FuF Félags um fötlunarrannsóknir á Íslandi. Hún leiddi þverfaglega rannsóknarverkefnið Fötlun fyrir tíma fötlunar og er fyrsti ritstjóri bókarinnar Fötlun og menning: Íslandssagan í öðru ljósi.

James Gordon Rice

Dósent í mannfræði. Þverfræðilegur stuðningur

Dr. James Gordon Rice er dósent í mannfræði við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands og meðlimur Rannsóknarseturs í fötlunarfræði við Háskóla Íslands. James er kanadískur að uppruna og útskrifaðist með dokktorspróf frá Memorial háskólanum á Nýfundnalandi í Kanada, árið 2007. Hann tók þátt í heildarskipulagningu verkefnisins og veitti rannsakendum leiðsögn og stuðning í rannsóknarferlinu í tengslum við fötlunarfræði, greiningu, kenningarlega nálgun og fræðaskrif.

Jóhanna Gunnlaugsdóttir

Sérfræðingur og þverfræðilegur stuðningur

Dr. Jóhanna Gunnlaugsdóttir er prófessor í upplýsingafræði við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Hún hefur stundað kennslu og rannsóknir er lúta að kerfisbundinni upplýsinga- og gagnaöflun. Hún veitti sérfræði þekkingu og stuðning til allra þráða.

Stefan Celine Hardonk

Lektor í fötlunarfræði

Dr. Stefan er einn af rannsakendum við Rannsóknasetur í fötlunarfræðum. Hans sérsvið snýr að félagsfræðilegum kenningum og rannsóknum um Döff og heyrnarlaust fólk. Hann veitti sérfræði þekkingu og stuðning á afmörkuðum sviðum verkefnisins.

Anna Wojtynska

Verkefnastjóri

Dr. Anna Wojtynska er doktor í mannfræði og hefur tekið þátt í rannsóknaverkefnum um pólska innflytjendur á Íslandi. Hún hefur meistarapróf frá háskólanum í Varsjá þar sem hún lagði stund á þjóðfræði og mannfræði.

 

Ármann Gunnarsson menningarmiðlari

Ármann Gunnarsson

Menningarmiðlari

Rannsóknarferlinu var fylgt eftir af Ármanni Gunnarssyni sem sá um að mynda framvinndu verkefnisins á rannsóknartímanum.

Fatou N´dure Baboudóttir

Verkefnastjóri

Fatou N´dure Baboudóttir er doktorsnemi í hnattrænum fræðum frá Háskóla Íslands. Fatou kom að gagnaöflun og gagnagreiningu verkefnisins. Einnig sá hún um uppfærslur og viðhalda heimasíðu.

Ármann Gunnarsson menningarmiðlari

Ragnar Ingi Magnússon

Kvikmyndagerðamaður

Ragnar Ingi Magnússon sá um að safna myndefni í tengslum við rannsóknaniðurstöður verkefnisins og sá um eftirvinnslu myndbanda.

Verkefnið skiptist í fimm þræði: 1. sagnfræði, 2. fornleifafræði, 3. miðalda bókmenntir, 4. þjóðfræði og 5. safnafræði.  Hver þráður var leiddur af virtu fræðafólki á sínu sviði og  byggði á verkfærum og hefðum hverrar fræðagreinar. Rannsóknarstarfið var unnið af reyndu fræðafólki, nýdoktorum, doktorsnemum og meistaranemum með fræðilegum stuðningi frá yfirverkefnisstjóra og verkefnisstjórn, fræðafólki frá rannsóknasetri í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands og alþjóðlegum hópi ráðgjafa.

Þráður 1: Sagnfræði


Sagnfræðin lagði áherslu á að finna þræði um fatlað fólk fyrri tíma í opinberum- og persónulegum heimildum. Hið opinbera heimildasafn er afar umfangsmikið og vegna hins tvískipta eftirlits með einstaklingum, hið andlega og hið veraldlega, hafa varðveist umsagnir hins opinbera valds um hvern og einn jafnt háan sem lágan. Auk opinberu heimildanna voru nýttar persónulegri heimildir eins og ævisögur og sjálfævisögur til að draga fram líf og aðstæður fatlaðs fólks á fyrri tímum.

   • Þráðarstjóri: Sigurður Gylfi Magnússon

    Dr. Sigurður Gylfi Magnússon er prófessor við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands auk þess að vera yfir Miðstöð einsögurannsókna á sama stað (www.microhistory.org). Hann er höfundur 22 bóka og fjölda greina sem hafa birst á Íslandi og annarsstaðar í heiminum. Nýjustu bækur hans á ensku eru: Wasteland with Words. A Social History of Iceland (London: Reaktion Books, 2010); What is Microhistory? Theory and Practice (London: Routledge, 2013), meðhöfundur er dr. István M. Szijártó og Minor Knowledge and Microhistory (London: Routledge, 2017), meðhöfundur er dr. Davíð Ólafsson. Sigurður Gylfi er einn þriggja ritstjóra Sýnisbókar íslenskrar alþýðumenningar en í ritröðinni hafa birst yfir tuttugu bækur á sviði hversdagssögu, einsögu og heimildafræði. Hann er ásamt István M. Szijártó ritstjóri nýrrar ritraðar sem hið alþjóðlega bókaforlag Routledge gefur út og nefnist Microhistories.

   • Sólveig Ólafsdóttir

    Sólveig Ólafsdóttir er nýdoktor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinandi hennar var dr. Sigurður Gylfi Magnússon prófessor. Hún er með MA-gráðu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og MA-gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Sólveig var framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar (RA) á árunum 2010 - 2015. Hún bar sem framkvæmdastjóri ábyrgð á daglegum rekstri, fjármálum, samningum - og stefnumótun, ásamt víðtækri aðstoð við verkefni sem unnin voru undir hatti RA. Sólveig var kennari og einn auðveldara (en:facilitator) í Prisma - þverfaglegu diplómanámi í gagnrýninni og skapandi hugsun sem RA tók þátt í ásamt Listaháskóla Íslands og Háskólanum á Bifröst á árunum 2009 og 2010.

   • Guðrún V. Stefánsdóttir

    Dr. Guðrún V. Stefánsdóttir er prófessor í fötlunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún hefur stundað kennslu og svo rannsóknir á vettvangi fatlaðs fólks, sérstaklega fólks með þroskahömlun og hefur birt ýmsar greinar og kafla í ritrýndum og ritstýrðum erlendum og íslenskum bókum og tímaritum.

   Þráður 2: Fornleifafræði


    

   Meginmarkmið þessa þráðar er að vinna með íslenska mannabeinasafnið sem telur nú um 1200 beinagrindur, allt frá landnámsöld og til 18. aldar.

    

   Þessi þráður min leggja áherslu á íslenska mannabeinasafnið sem telur um það bil 1200 beinagrindur frá landnámi fram á 19. öld. Af þeim eru 300 frá heiðnum tíma en restin frá kristnum kirkjugörðum. Beinin í sínu fornleifafræðilegu samhengi ásamt tilheyrandi tengdum gripum, fundum og fornleifafræðilegu samhengi, gefa vísbendingar um fortíðina. Sérstök áhersla verður á beinagrindur nokkurra einstaklinga sem munu standa fyrir fyrirfram ákveðin tímabil Íslands sögunar, frá landnámi (871±2 AD til byrjun nítjándu aldar.

   • Þráðarstjóri: Steinunn Kristjánsdóttir

    Dr. Steinunn Kristjánsdóttir er prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn Íslands. Hún er höfundur bókarinnar Klaustrið á Skriðu sem kom út hjá Sögufélagið árið 2012. Bókin hlaut Fjöruverðlaunin fyrir bækur í flokki fræðirita. Árið 2017 kom út önnur bók Steinunnar, Leitin að Klaustrunum. Klausturhald á Íslandi í fimm aldir en hún er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

   • Joe W. Walser III

    Joe W. Walser III er að ljúka doktorsnámi við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn Íslands sem er hluti af sameiginlegu rannsóknarverkefni ofangreindra stofnanna auk Durham Háskóla og Íslenskrar erfðagreiningar. Leiðbeinandi hans er dr. Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor. Hann er með BA-gráðu í mannfræði frá Temple háskóla og MSc-gráðu í mannabeina meinafræði i frá Durham háskóla. Joe hefur unnið að fornleifarannsóknum í Súdan, Bandaríkjunum, Búlgaríu, Spáni og Englandi og starfar sem sérfræðingur hjá Þjóðminjasafni Íslands.

   • Haraldur Þór Hammer Haraldsson

    Haraldur Þór Hammer Haraldsson er doktorsnemi í fornleifafræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinandi hans er dr. Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor. Hann er með BA-gráðu í fornleifafræði frá Háskóla Íslands og Msc-gráðu í mannabeina meinafræði frá Durham háskóla.

   Þráður 3: Miðaldabókmenntir


   Meginmarkmið þessa þráðar var að lýsa birtingarmyndum fötlunar í Íslendingasögum og rannsaka hvernig líkamlegar og andlegar skerðingar birtast í íslenskum miðaldabókmenntum, hver viðhorf til slíkra skerðinga eru innan textanna og hvernig þær birtingarmyndir geta aukið skilning okkar á bókmenntatextunum sjálfum.

    

   • Þráðarstjóri: Ármann Jakobsson

    Dr. Ármann Jakobsson er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands frá 2011, áður dósent frá 2008. Hann hefur sent frá sér fjórar skáldsögur. Hann sá um útgáfu á Morkinskinnu í tveimur bindum hjá Hinu íslenska fornritafélagi og ritstýrði greinasafninu The Routledge Research Companion to the Medieval Icelandic Sagas ásamt Sverri Jakobssyni.

   • Anna Katharina Heiniger

    Dr. Anna Katharina Heiniger varði doktorsritgerð sína í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands í maí 2018. Hún lauk BA- og MA-gráðum í norrænum fræðum og enskum bókmenntum frá Háskólanum í Basel í Sviss. Anna Katharina hefur einnig flutt fyrirlestra og skrifað greinar um ritgerðarefni sitt og tekið þátt í rannsóknarverkefnunum: Tekist á við yfirnáttúruna á Íslandi á miðöldum og Tími, rými, frásögn og Íslendingasögur.

   • Christopher Crocker

    Dr. Christopher Crocker er doktor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands og nýdoktor við öndvegisverkefnið. Greinar hans hafa birst i tímaritunum Scandinavian Studies (2012), Viator (2015), JEGP (2015), Scandia (2018), Scandinavian-Canadian Studies (2019), og Saga-Book (2019), og í greinasöfnum The Routledge Research Companion to the Medieval Icelandic Sagas (2017). Hann hefur jafnframt starfað sem stundakennari við Manitóbaháskóla (2014-) og við Winnipegháskóla (2016-18).

   • Yoav Tirosh

    Dr. Yoav Tirosh er nýdoktor í rannsóknarverkefninu. Hann varði doktorsritgerð sína í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands í október 2019, sem nefnist On the Receiving End. The Role of Scholarship, Memory, and Genre in Constructing Ljósvetninga saga.

   Þráður 4: Þjóðfræði


   Verkefni þjóðfræðinnar var að skoða hvernig hugmyndir um annarskonar líkama kristallast bæði í hinu smæsta og hversdagslega jafnt og því stærsta, sjálfri heimsmyndinni. Þjóðfræðingarnir beindu sjónum sínum að þjóðháttalýsingum og þjóðsögnum og rýndu í hvernig hugmyndir fólks um annarskonar líkama og huga hafa mótað og komið fram í slíku efni; um leið og efnið sjálft hefur án efa mótað hugmyndirnar. Þau veltu upp hvernig hugmyndir og viðhorf halda velli eða hverfa í gegnum sameiginlegar minningar kynslóðanna, verða hefðbundnar og ríkjandi.

    

   • Þráðarstjóri: Ólafur Rastrick

    Dr. Ólafur Rastrick starfar sem prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans eru á sviði íslenskrar menningarsögu og þjóðfræði nítjándu og tuttugustu aldar og snúa meðal annars að menningarpólitík og fagurfræði hversdagsins. Meðal áhugasviða Ólafs er líkamsmenning en hann hefur kennt námskeið á því sviði bæði í sagnfræði og þjóðfræði. Meðal yfirstandandi verkefna Ólafs má nefna þátttöku í öndvegisverkefninu Mobilities and Transnational Iceland þar sem m.a. er unnið með samband menningarpólitíkur og þverþjóðlegs hreyfanleika og stjórn verkefnisins Heritage on the Move sem rannsakar viðhorf til reykvískrar byggingararfleifðar. Meðal bóka sem Ólafur hefur ritstýrt er Constructing Cultural Identity, Representing Social Power (Pisa University Press 2010) og, ásamt Valdimari Tr. Haftein, Menningararfur á Íslands: Gagnrýni og greining (Háskólaútgáfan 2015). Bók Ólafs er Háborgin: Menning, fagurfræði og pólitík í upphafi tuttugustu aldar byggir á doktorsritgerð hans og kom út hjá Háskólaútgáfunni 2013.

   • Kristinn Schram

    Dr. Kristinn Schram er lektor í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Hann er doktor í þjóðfræði frá Edinborgarháskóla og hefur starfað sem forstöðumaður Rannsóknaseturs um norðurslóðir og Þjóðfræðistofu. Helsta rannsóknarsvið hans er þjóðfræði í þverþjóðlegum samskiptum og þjóðernislegum sjálfsmyndum. Í rannsóknum hans hefur frásagnar- og efnismenning hreyfanlegra hópa í borgum Vestur-Evrópu og á vestnorræna svæðinu verið skoðuð í tengslum við menningarpólitík íslenskrar útrásar, efnahagshruns og norðurslóðastefnu.

   • Terry Gunnell

    Dr. Terry Gunnell er prófessor í þjóðfræði á Háskóla Íslands og höfundur The Origins of Drama in Scandinavia (1995); ritstjóri Masks and Mumming in the Nordic Area (2007) og Legends and Landscape (2008). Hann var meðritstjóri The Nordic Apocalypse: Approaches to Völuspá and Nordic Days of Judgement (2013, með Annette Lassen) og Málarinn og menningarsköpun: Sigurður Guðmundsson og Kvöldfélagið 1858-1874 (2017, með Karl Aspelund). Hann hefur skrifað fjölda greina um sviðslist, flutning Eddukvæða, norræna trú, sköpun þjóðmenningar á norðurlöndum, og þjóðtrú, þjóðsagna og þjóðsiða fyrr og nú á Norðurlöndum, Írlandi og Skotlandi.

   • Eva Þórdís Ebenezersdóttir

    Eva Þórdís Ebenezersdóttir er doktorsnemi í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinandi hennar er dr. Ólafur Rastrick, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands Eva Þórdís lauk MA prófi í þjóðfræði frá HÍ 2014 og hefur starfað hjá Rannsóknarsetri í fötlunarfræðum og kennt við námsbraut í fötlunarfræðum. Hún hefur helst rýnt í birtingarmyndir fötlunar í menningarlegum frásögnum, frá þjóðsögum til teiknimynda.

   Þráður 5. Safnafræði


   Markmið þessa hluta fólst í rannsókn á söfnum og skráningu gripa á Þjóðminjasafni Íslands og Lækningaminjasafni Íslands. Tilgangurinn var að skoða meðferð safna á heimildum sem varða fötlun og hvernig sú meðferð er samofin þekkingarsköpun um fötlun og fatlað fólk.

    

   • Þráðarstjóri: Sigurjón Baldur Hafsteinsson

    Dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson er prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands. Hann hefur sérhæft sig í rannsóknum á menningararfi Íslendinga og á áhrifum pólitískrar nýfrjálshyggju á menningarlíf á Íslendinga og stefnumótum í menningarmálum. Sigurjón skrifaði bækurnar Unmasking deep democracy : an anthropology of indigenous media in Canada sem kom hjá Intervention forlaginu í Danmörku 2013og Phallological Museum sem kom úr hjá LIT Verlag í Þýskalndi 2014 og var ritstjóri bókarinnar Byggðasöfn á Íslandi sem kom út hjá Rannsóknarsetri í Safnafræðum árið 2015. Von er á nýrri bók Sigurjóns Death and govermentality: Neo-liberism, grief and the nation-form hjá Háskólaútgáfunni á næstunni.

   • Arndís Bergsdóttir

    Dr. Arndís Bergsdóttir er doktor í safnafræði frá Háskóla Íslands og nýdoktor við verkefnið. Hún er jafnframt höfundur fjölmargra greina og bókarkafla um málefni safna. Hún hefur starfað sem stundakennari við Háskóla Íslands frá árinu 2012 og við Háskólann á Akureyri frá 2016. Þá hefur hún verið þátttakandi í GEXcel verkefninu við Tema Genus við Háskólann í Linköping.

   Þrátt fyrir að hver þráður hafi unnið sjálfstætt var mikil áhersla á samvinnu bæði innan og milli þráða. Eftir því sem verkefninu vatt fram varð sameiginleg greining til þess að skila okkur í áttina að dýpri og breiðari skilningi á hversdagslífi fatlaðs fólks á Íslandi í gegnum aldir.

   Verkefnið Fötlun fyrir tíma fötlunar er hýst af Rannsóknasetri í fötlunarfræði við Háskóla Íslands.
   Háskóli Íslands | Sæmundargötu 2 | 101 Reykjavík | Netfang: hbs@hi.is

   Öndvegisverkefnið var styrkt af Rannsóknasjóði nr. 173655-051