Velkomin á vefsvæði öndvegisverkefnisins Fötlun fyrir tíma fötlunar. Markmið verkefnisins er að finna upplýsingar um fatlað fólk í Íslandsögunni frá landnámi allt til þess tíma að lög um málefni fatlaðra voru fyrst sett á Alþingi. 

Til þess að nálgast þessar upplýsingar, sem sannarlega liggja ekki á yfirborðinu, er gripið til að tvinna saman aðferðafræði átta fræðigreina innan Háskóla Íslands sem teljast til menningar- hug- og félagsvísinda. Með því að leggja saman aðferðafræði mismunandi fræðigreina er markmiðið að leggja grunn að nýrri og margradda aðferðafræði og beita henni á fyrirliggjandi heimilda- og gagnasöfn, með það að marki að öðlast nýja innsýn í líf horfinna kynslóða. Þessi þverfræðilega nálgun gefur okkur tækifæri til að rannsaka samfélag og menningu frá róttækt nýju sjónarhorni.

Verkefnisstjórn DbD

Image
 • Dr. Hanna Björg Sigurjónsdóttir

  Prófessor í fötlunarfræðum leiðir verkefnið sem ábyrgðarmaður rannsóknarinnar og yfirverkefnisstjóri.

 • Dr. Sigurður Gylfi Magnússon

  Prófessor í sagnfræði. Þráðarstjóri 1. sagnfræði

 • Dr. Steinunn Kristjánsdóttir

  Prófessor í fornleifafræði. Þráðarstjóri 2. fornleifafræði

 • Dr. Jóhanna Gunnlaugsdóttir

  Prófessor í upplýsingafræði. Sérfræðingur og þverfræðilegur stuðningur

 • Dr. Ármann Jakobsson

  Prófessor í íslenskum bókmenntum miðalda. Þráðarstjóri 3. miðaldabókmenntir

 • Dr. Ólafur Rastrick

  Dósent í þjóðfræði. Þráðarstjóri 4. þjóðfræði

 • Dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson

  Prófessor í safnafræði. Þráðarstjóri 5. safnafræði

 • Dr. James Gordon Rice

  Lektor í mannfræði. Þverfræðilegur stuðuningur.

Verkefnið Fötlun fyrir tíma fötlunar er hýst af Rannsóknarsetri í fötlunarfræði við Háskóla Íslands.
Háskóli Íslands | Sæmundargötu 2 | 101 Reykjavík | Netfang: hbs@hi.is

Rannsóknarverkefni styrkt af Rannsóknasjóði nr. 173655-051