Öndvegisverkefni um fatlað fólk allt frá landnámi Íslands hleypt af stokkunum

In Fréttir by Ármann GunnarssonLeave a Comment

DbD – Disability before Disability –

Rannsóknasetur í fötlunarfræðum við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands bjóða til opnunar öndvegisverkefnisins Fötlun fyrir tíma fötlunar.

Rannsóknarverkefnið, sem hlaut öndvegisstyrk Rannís fyrr á þessu ári, byggist á einstöku þverfræðilegu samstarfi margra fræðigreina og fræðimanna sem beina sjónum að sögu fatlaðs fólks í íslenskri fortíð, en þetta er svið sem hefur lítið sem ekkert verið rannsakað fram til þessa.

Fundarstjóri: Ármann Jakobsson

  • Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður setur málþingið
  • Guðbjörg Linda Rafnsdóttir aðstoðarrektor vísinda við HÍ: „Þverfræðilegt samstarf – lífæð framsækinnar þekkingarsköpunar“
  • Anna Lísa Rúnarsdóttir, sviðsstjóri rannsókna og þróunar á Þjóðminjasafni Íslands „Í leit að þekkingu“
  • Rannveig Traustadóttir forstöðumaður Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum: „Framtíðin er núna“
  • Hanna Björg Sigurjónsdóttir prófessor í fötlunarfræði og verkefnastjóri öndvegisverkefnisins Fötlun fyrir tíma fötlunar.
  • Berth Danermark, prófessor Þverfræðilegar rannsóknir: kenning og reynsla

Fyrri hluti málþingsins verður á íslensku en fyrirlestur Berths Danemark á ensku

Málþingið verður rittúlkað og fyrri hluti þess táknmálstúlkaður.

Berth Danermark

Í erindinu mun Berth Danermark setja fram kenningu um þverfræðileika ásamt dæmum og góðum ráðum til að takast á við þær áskoranir sem tengjast þverfræðilegri vinnu. Fyrirlesturinn er ætlaður rannsakendum, stefnumótendum, kennurum og fagfólki.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir

Léttar veitingar

 

Berth Danermark mun setja fram kenningu um þverfræðileika ásamt dæmum og góðum ráðum til að takast á við þær áskoranir sem tengjast þverfræðilegri vinnu. Fyrirlesturinn er ætlaður rannsakendum, stefnumótendum, kennurum og fagfólki.

DbD – Disability before Disability - Öndvegisverkefni hleypt af stokkunum

Leave a Comment